Heilagur Antóníus og týnda góðærið

Sjóður heilags Antóníusar í Kristkirkju hefur gildnað á óútskýrðan hátt á síðustu misserum en margir heita á þennan dýrling nú um stundir. Séra Jakob Rolland segir erfitt að segja til um hvort hafi haft meiri áhrif á velgengni heilags Antóníusar, kreppan eða góðærið. Það sé þó frekar hið síðarnefnda því  allt fé sem safnast til dýrlingsins rennur til styrktar fátækum.

Þeir sem heimsækja Kristkirkju heita einkum á þrjá dýrlinga, Þorlák helga, heilga Maríu en líkneski hennar sem er upprunalega frá Reykhólum er talið vera frá fjórtándu öld. Líkneski heilags Antóníusar er ekki nema frá nítjándu öld og þykir ekki merkilegur listgripur en dregur þó að sér margfalt fleiri og þeim fer fjölgandi.

Heilagur Antóníus er einkum ákallaður til að finna týnda hluti. Hann er einnig verndari fjallabúa, hjóna, ferðamanna og húsdýra. Hann er ákallaður vegna ófrjósemi kvenna, hitasóttar og djöfullegra afla.

Kaþólskum á Íslandi hefur fækkað um nær þriðjung að undanförnu þar sem fjölmargir útlendingar sem hér voru við störf voru frá kaþólskum löndum en hafa nú snúið aftur til sins heima.  Orsakanna fyrir góðu gengi heilags Antóníusar er því ekki að leita í auknum fjölda sóknarbarna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert