Félagsmálaráðherra ætlar að skipa nefnd með aðilum vinnumarkaðarins og sveitarfélögum til að finna úrræði á vinnumarkaði. Hugmyndir eru meðal annars uppi um að Íbúðalánasjóður komi til bjargar og láni til mannaflsfrekra framkvæmda. Jóhanna Sigurðardóttur kynnti nýja skýrslu Vinnumálastofnunar á ríkisstjórnarfundi í morgun en búist er við sjö til níu prósentna atvinnuleysi á fyrri hluta næsta árs.
Sérstakt áhyggjuefni er að langtímaatvinnulausum mun fjölga mjög mikið en gert er ráð fyrir að allt að sjö þúsund manns muni leita fyrir sér um störf erlendis. Jóhanna segir að sveitarfélögin geti komið að ýmsum úrræðum sem tengist til að mynda ferðaþjónustu. Megin markmiðið sé að auka virkni fólks og koma því sem fyrst af atvinnuleysisskrá. Það sér erfitt fyrir fólk að vera lengi án vinnu og það sé líka dýrt fyrir samfélagið.