Lögreglumönnum boðið upp á sálfræðiþjónustu

Ríkislögreglustjórinn merkið á húsinu að utann
Ríkislögreglustjórinn merkið á húsinu að utann Árni Sæberg

Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri og Einar Gylfi Jónsson sálfræðingur, fyrir hönd sálfræðistofunnar Líf og sál, hafa skrifað undir samning um sálfræðiþjónustu fyrir lögreglumenn vegna áfalla og álags í starfi.

Samningurinn tryggir að félagastuðningskerfi lögreglunnar hefur það bakland sem þörf er á þegar upp koma aðstæður þar sem lögreglumenn verða fyrir áfalli í starfi eða þeir ráða ekki lengur við aðstæður vegna uppsafnaðs álags. Sálfræðingarnir munu bæði sinna hópstuðningi við lögreglumenn og einstaklingsþjónustu, að því er fram kemur á vef lögreglunnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert