Fulltúar í menntamálanefnd Alþingis sögðu á fundi hjá Sambandi íslenskra námsmanna erlendis í gær að nefndin myndi koma saman til að fara á ný yfir reglur um neyðarlán til námsmanna. Fáir hafa fengið neyðarlánin og námsmönnum finnst þau koma of seint.
Íslenskir námsmenn erlendis hafa lent í erfiðleikum vegna gengisfalls íslensku krónunnar og vandræða við yfirfærslu peninga frá Íslandi. Af 115 nemum sem sóttu um neyðarlán fengu sjö fyrirgreiðslu.