Óbreytt ástand á hrossunum

Gunnar Örn hugar að hrossunum í gær.
Gunnar Örn hugar að hrossunum í gær. Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Óbreytt ástand er á hrossa­stóðinu í Mos­fells­bæ sem sýkt­ist af skæðri salmo­nellu í aðdrag­anda jóla. 23 hross af 40 hafa drep­ist eða verið af­lífuð vegna sýk­ing­ar­inn­ar og er ótt­ast um fjög­ur hross til viðbót­ar.

Gunn­ar Örn Guðmunds­son, héraðsdýra­lækn­ir Gull­bringu- og Kjós­ar­sýslu­um­dæm­is, von­ast til þess að sýk­ing­in muni ganga yfir inn­an nokkra daga. Enn eru hross­in meðhöndluð tvisvar sinn­um á dag vegna veik­inn­ar en þrír dýra­lækn­ar sinna því starfi.

Tek­in voru ný sýni í gær úr tjörn­um við ræt­ur Esju til rann­sókn­ar vegna salmo­nellu­sýk­ing­ar­inn­ar en fyrri sýni höfðu sýnt að salmo­nellu­sýk­ing­in væri þaðan kom­in. Bú­ist er við niður­stöðum úr sýna­tök­unni inn­an nokk­urra daga.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert