Óbreytt ástand á hrossunum

Gunnar Örn hugar að hrossunum í gær.
Gunnar Örn hugar að hrossunum í gær. Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Óbreytt ástand er á hrossastóðinu í Mosfellsbæ sem sýktist af skæðri salmonellu í aðdraganda jóla. 23 hross af 40 hafa drepist eða verið aflífuð vegna sýkingarinnar og er óttast um fjögur hross til viðbótar.

Gunnar Örn Guðmundsson, héraðsdýralæknir Gullbringu- og Kjósarsýsluumdæmis, vonast til þess að sýkingin muni ganga yfir innan nokkra daga. Enn eru hrossin meðhöndluð tvisvar sinnum á dag vegna veikinnar en þrír dýralæknar sinna því starfi.

Tekin voru ný sýni í gær úr tjörnum við rætur Esju til rannsóknar vegna salmonellusýkingarinnar en fyrri sýni höfðu sýnt að salmonellusýkingin væri þaðan komin. Búist er við niðurstöðum úr sýnatökunni innan nokkurra daga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert