Rannsóknarnefndin fullskipuð

 For­sæt­is­nefnd Alþing­is gekk í dag frá skip­an þriggja manna í nefnd til að rann­saka aðdrag­anda og or­sök falls ís­lensku bank­anna 2008 og tengdra at­b­urða skv. lög­um sem Alþingi samþykkti fyr­ir jól. Nefnd­ina skipa Páll Hreins­son hæsta­rétt­ar­dóm­ari, sem er formaður, Tryggvi Gunn­ars­son, umboðsmaður Alþing­is og Sig­ríður Bene­dikts­dótt­ir, kenn­ari við hag­fræðideild Yale-há­skóla í Banda­ríkj­un­um.

Páll Hreins­son hef­ur verið dóm­ari við Hæsta­rétt síðan 1. sept. 2007. Hann var áður pró­fess­or við laga­deild Há­skóla Íslands og var sæmd­ur doktors­gráðu frá sama skóla árið 2005.

Tryggvi Gunn­ars­son hef­ur gengt embætti umboðsmanns Alþing­is síðan 1. nóv. 1998, en var áður sjálf­stætt starf­andi lögmaður.

Sig­ríður Bene­dikts­dótt­ir  hef­ur verið kenn­ari við Yale-há­skóla síðan 2007, en á ár­un­um 2005-2007 starfaði hún hjá banka­stjórn Seðlabanka Banda­ríkj­anna í Washingt­on. Hún lauk BS-prófi í tölv­un­ar­fræðum frá Há­skóla Íslands 1995 og BS-prófi í hag­fræði frá sama skóla 1998. Hún lauk tveim­ur meist­ara­gráðum við Yale 2000 og 2001 og doktors­prófi frá sama skóla  í hag­fræði árið 2005.
 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka