Síld gengur inn í hafnir

Síldarvinnsla
Síldarvinnsla

Síldartorfa gekk inn í smábátahöfnina í Grófinni í Keflavík í gær. Þá hafa sjómenn orðið varir við talsvert af síld í innsiglingunni í Vestmannaeyjahöfn. Vísindamenn hafa ekki skýringar á þessum síldargöngum.

Fram kom á fréttavef Víkurfrétta í gær að höfnin væri eins og kraumandi suðupottur yfir að líta. Síldveiðiflotinn er í höfn en í Keflavík mátti sjá gamlar aflaklær með veiðistangir á bryggjunni, meðal annars menn með langa reynslu af síldveiðum við nokkuð aðrar aðstæður. Starfsmenn Hafró í Eyjum hafa hug á að kanna betur síldina sem þar er í innsiglingunni, að því er fram kemur á vef Eyjafrétta.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka