Sýni tekin úr tjörnum við rætur Esju

Afgirt svæði þar sem hlúð hefur verið að sýktum hrossum.
Afgirt svæði þar sem hlúð hefur verið að sýktum hrossum. mbl.is/GRG

Héraðsdýra­lækn­ir Gull­bringu- og Kjós­ar­sýslu­um­dæm­is tók í gær sýni úr tjörn­um við ræt­ur Esju, í gamla Kjal­ar­nes­hreppi, til rann­sókn­ar vegna salmo­nellu­sýk­ing­ar í hross­um sem þar gengu. Talið er að hross­in hafi drep­ist vegna skæðrar salmo­nellu­sýk­ing­ar.

Sýni hafa verið tek­in þarna áður og kom salmo­nellu­sýk­ing­in þá fram. Gunn­ar Örn Guðmunds­son héraðsdýra­lækn­ir seg­ir að eng­ar efa­semd­ir séu um að rétt hafi verið staðið að mál­um í fyrra skiptið en óskað hafi verið eft­ir op­in­berri sýna­töku. Leys­ing­ar hafa verið síðan sýk­ing­in kom upp og seg­ir Gunn­ar hugs­an­legt að tjarn­irn­ar hafi hreinsað sig. Það tek­ur um fimm daga að fá niður­stöður úr rann­sókn­um sýna. Í fyrrinótt var eitt hross til viðbót­ar af­lífað vegna þess hversu illa það var haldið. Hafa þá drep­ist eða verið af­lífuð 23 hross í því 40 hrossa stóði sem þarna gekk. Gunn­ar Örn seg­ir að enn séu fjór­ir hest­ar illa haldn­ir og óvíst um af­drif þeirra.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert