Annmarkar, en leiða ekki til ógildingar

Árni Mathiesen
Árni Mathiesen mbl.is/Ómar

„Umboðsmaður tel­ur ann­marka á þessu en þó ekki meiri en svo að hann tel­ur að þeir leiði ekki til ógild­ing­ar," sagði Árni Mat­hiesen við Morg­un­blaðið í kvöld, í til­efni þeirr­ar niður­stöðu umboðsmanns alþing­is að ann­mark­ar hefðu verið á því hvernig staðið var að skip­an í embætti héraðsdóm­ara í fyrra.

Árni skipaði Þor­stein Davíðsson í embætti héraðsdóm­ara við Héraðsdóm Norður­lands eystra í des­em­ber í fyrra, en umboðsmaður komst að þeirri niður­stöðu í dag að ann­mark­ar  hafi verið á und­ir­bún­ingi, ákvörðun og málsmeðferð Árna, sem setts dóms­málaráðherra.

Þor­steinn var tek­inn fram yfir þrjá aðra um­sækj­end­ur, sem dóm­nefnd mat hæf­ari til verks­ins.

Þor­steinn hafði áður gengt starfi aðstoðar­manns Björns Bjarna­son­ar dóms­málaráðherra sem vék sæti við skip­un­ina af þeim sök­um. Í áliti umboðsmanns er vísað til þess rök­stuðnings Árna að um­sögn dóm­nefnd­ar­inn­ar hefði verið ógagn­sæ, lítt rök­studd og innra ósam­ræmi hafi verið í mati henn­ar á starfs­reynslu um­sækj­enda. Því hefðu verið vand­kvæði á því að reisa ákvörðun um skip­un í embættið al­farið á um­sögn­inni. Seg­ir umboðsmaður m.a. að ráðherra hefði átt að óska eft­ir að dóm­nefnd­in fjallaði að nýju um málið og gæfi hon­um nýja um­sögn þar sem bætt væri úr þess­um ann­mörk­um áður en hann tók ákvörðun í mál­inu. Einnig hefði verið rétt að óska eft­ir að nefnd­in skýrði frek­ar hvað hefði ráðið mati henn­ar á starfs­reynslu eins um­sækj­and­ans, sem aðstoðar­manns dóms- og kirkju­málaráðherra, í sam­an­b­urði við mat á ann­arri starfs­reynslu.

Árni sagðist í kvöld álíta síðast­nefndu atriðin ný­mæli; að ef skip­un­araðili teldi um­sagnaraðila ekki skila nægi­lega góðu verki þá ætti hann að senda málið aft­ur til baka. „Ég mun láta skoða þetta. Það get­ur vel verið að ein­hver atriði í stjórn­sýsl­unni megi vera öðru­vísi,“ sagði ráðherra.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert