Togast á um Icesave-kjör

Icesave reikningur Landsbankans
Icesave reikningur Landsbankans Retuers

Íslenska ríkið hefur enn ekki gengið frá samningum við Hollendinga, Breta og Þjóðverja vegna lánveitinga til að greiða eigendum Icesave- og Edge-innstæðureikninga til baka fjármuni sína. Þegar hefur verið samið um heildarupphæð lánanna að mestu en heimildir Morgunblaðsins herma að sameiginleg samninganefnd landanna þriggja hafi sett fram kröfur um lengd á lánstíma, vaxtakjör, greiðsluskilmála og endurskoðunarákvæði sem íslensku fulltrúarnir gátu ekki sætt sig við.

Mikil áhersla hefur verið lögð á það meðal íslensku samninganefndarinnar að ná sem hagstæðustum kjörum á lánunum enda er heildarupphæð þeirra lánveitinga sem íslenska ríkið þarf að gangast í ábyrgðir fyrir yfir 700 milljarðar króna. Því skipti hver vaxtaprósenta miklu fyrir ríkissjóð.

Enginn fundur í mánuð

Hollendingar, Bretar og Þjóðverjar hafa samstarf sín á milli um viðræðurnar. Öll löndin hafa boðist til að lána Íslendingum fyrir þeirra ábyrgðum vegna innstæðnanna en það á eftir að semja um kjör þeirra lána. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins var síðasti fundur deiluaðila haldinn í byrjun desember þar sem togast var á um ofangreind atriði. Gert er ráð fyrir því að nýr fundur verði haldinn einhvern tíma í janúar. Lárus Finnbogason, formaður skilanefndar Landsbankans, sagði fyrr í þessum mánuði að líklega myndu um 150 milljarðar króna falla á ríkissjóð, og þar með íslenska skattgreiðendur, vegna Icesave-reikninganna þegar búið væri að selja allar eignir gamla bankans.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert