Viðbúnaður við sendiráðið

Lögregla hafði nokkurn viðbúnað við sendiráðið.
Lögregla hafði nokkurn viðbúnað við sendiráðið. mbl.is/jakobfannar

Nokkur viðbúnaður var hjá lögreglu vegna mótmæla við Bandaríska sendiráðið við Laufásveg nú undir kvöld. Um var að ræða hóp mótmælenda sem nokkru fyrr höfðu mótmælt blóðbaðinu á Gasa á Lækjartorgi.

Að sögn sjónarvotta hentu mótmælendur skóm sínum í átt að sendiráðinu, sem gæti verið vísun til þess þegar íraskur blaðamaður henti skóm sínum í George W. Bush fráfarandi bandaríkjaforseta á blaðamannafundi nýverið.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert