Viðbúnaður við sendiráðið

Lögregla hafði nokkurn viðbúnað við sendiráðið.
Lögregla hafði nokkurn viðbúnað við sendiráðið. mbl.is/jakobfannar

Nokk­ur viðbúnaður var hjá lög­reglu vegna mót­mæla við Banda­ríska sendi­ráðið við Lauf­ás­veg nú und­ir kvöld. Um var að ræða hóp mót­mæl­enda sem nokkru fyrr höfðu mót­mælt blóðbaðinu á Gasa á Lækj­ar­torgi.

Að sögn sjón­ar­votta hentu mót­mæl­end­ur skóm sín­um í átt að sendi­ráðinu, sem gæti verið vís­un til þess þegar írask­ur blaðamaður henti skóm sín­um í Geor­ge W. Bush frá­far­andi banda­ríkja­for­seta á blaðamanna­fundi ný­verið.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert