Viðræður um sölu á Árvakri að hefjast

Um tuttugu aðilar hafa lýst yfir áhuga á að kaupa …
Um tuttugu aðilar hafa lýst yfir áhuga á að kaupa í Árvakri

Reiknað er með því að hópur fjárfesta muni leita eftir samningaviðræðum við Glitni um kaup á útgáfufyrirtækinu Árvakri fyrir áramót, að sögn Einars Sigurðssonar, forstjóra Árvakurs, eignarhaldsfélags Morgunblaðsins, mbl.is og Landsprents. Hann vonast til að samningaviðræður gangi hratt því mikilvægt sér fyrir félagið að fá niðurstöðu í byrjun janúar um af eða á.

Einar segir að þegar ákveðið var að færa niður allt hlutafé í Árvakri og kanna með áhuga nýrra fjárfesta á að kaupa hlut í félaginu, hafi um tuttugu aðilar sýnt áhuga á að kaupa í félaginu. Ekki fæst upp gefið hverjir séu líklegastir til þess að fara í samningaviðræður við Glitni um kaup á Árvakri.

Að sögn Einars er búið að ganga frá launagreiðslum til allra starfsmanna Árvakurs nú um áramótin.  Verið er að ljúka vinnu við endurskipulagningu á starfsemi Árvakurs sem hófst fyrr á árinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert