Ýmislegt breytist um áramót

mbl.is/Kristinn

Atvinnuleysisbætur hækka um 13.500 krónur og dráttarvextir lækka úr 11% í 7% frá og með 1. janúar nk. en þá taka nokkur ný lög gildi. Alþingi hefur samþykkt 49 frumvörp það sem af er þessum þingvetri. 21 stjórnarfrumvarp bíður þó enn afgreiðslu og 56 þingmannafrumvörp.

Sjónvarpsleysingjar þurfa nú að búa sig undir aukin útgjöld þar sem útvarpsgjald að fjárhæð 17.200 krónur á ári mun leysa afnotagjöldin af hólmi. Fólk sem er eitt í heimili fagnar þó eflaust enda sú fjárhæð ívið lægri en afnotagjöldin. Kostnaður pars sem hefur notað sjónvarp stendur nokkurn veginn í stað.

Bandormsfrumvarp ríkisstjórnarinnar tekur gildi 1. janúar en orðið bandormur vísar til þess að frumvarpið felur í sér breytingar á mörgum ólíkum lögum. Hámarksgreiðslur vegna fæðingarorlofs lækka í 400 þúsund krónur, sjúklingar munu þurfa að greiða komugjöld á sjúkrahúsum, skattar hækka, héraðsdýralæknum í Þingeyjarumdæmi fækkar úr tveimur í einn og greiðslur vegna búvörusamninga munu ekki fylgja neysluvísitölu.

Eitt tollumdæmi

Þá mun Fjármálaeftirlitið hafa meira fé til ráðstöfunar í ár en í fyrra og álagningarhlutfall vátryggingafélaga, verðbéfafyrirtækja, verðbréfamiðlana, lífeyrissjóða og Íbúðalánasjóðs hækkar til að standa straum af þeim kostnaði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert