Ætlaði að selja flugelda ólöglega

Lögreglan í Borgarfirði og Dölum stöðvaði sölu og lagði síðan hald á töluvert magn af flugeldum á sveitabæ í Hvalfjarðarsveit í gærkvöldi. Maður á bænum viðurkenndi að hafa keypt flugeldana og ætlað að selja þá til sveitunga sinna en honum hafði láðst að afla tilskilinna leyfa fyrir sölunni.

Talið er að heildsöluverðmæti flugeldanna sé rúmlega 700 þúsund krónur. Aðspurð um magn sagði lögreglan að um „lítinn sendibílsfarm“ af flugeldum væri að ræða. Málið er í rannsókn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert