Beitti piparúða á mótmælendur

mbl.is/Júlíus

Lög­regl­an hef­ur beitt piparúða til að hrekja mót­mæl­end­ur úr for­dyri Hót­els Borg­ar. Mik­ill hiti er í fólki og kemst Geir H. Haar­de for­sæt­is­ráðherra ekki inn en hann var seinna á ferðinni en aðrir for­menn stjórn­mála­flokk­anna þar sem hann var að taka upp ára­móta­ávarp sitt.

Mót­mæl­end­ur hafa unnið skemmd­ir á eig­um Hót­els Borg­ar og einnig Stöðvar 2, t.d. slitið út­send­ing­ar­snúr­ur, sem hef­ur valdið því að út­send­ing rofnaði í stutta stund.

Þá upp­lýsti Sig­mund­ur Ern­ir Rún­ars­son þátta­stjórn­andi að ekki væri hægt að koma inn fleiri mynda­vél­um vegna aðgerða mót­mæl­enda.

Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og ut­an­rík­is­ráðherra, sagðist ef­ast um að þeir sem mót­mæltu fyr­ir utan Hót­el Borg væru full­trú­ar ís­lensku þjóðar­inn­ar. Hún sagðist gera skýr­an grein­ar­mun á þess­um mót­mæl­um og friðsam­leg­um fjölda­mót­mæl­um á Aust­ur­velli und­an­farn­ar vik­ur.

Sjúkra­bíl­ar eru nú mætt­ir við Aust­ur­völl svo unnt sé að sinna þeim sem fengu piparúða í aug­un.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert