Blíðviðri á Seyðisfirði

mbl.is/Einar Bragi

Seyðfirðingar fjölmenntu á áramótabrennu inn við Langatanga í kvöld. Brennan var stór og mikil í kvöld og í blankalogni stóðu logarnir beint upp til himins. Mannfólk var fjölmennt og að sögn fréttaritara mbl.is hafa örugglega læðst með Álfar og Álfadísir í myrkrinu.

Bæjarstjóri Seyðisfjarðar flutti áramótaávarp sitt fljótlega eftir að kveikt hafði verið í brennunni. Útvarp Seyðisfjörður sendi ávarpið út og nýtt ár verður hringt inn í beinni útsendingu Útvarps Seyðisfjarðar frá Seyðisfjarðarkirkju.

Þeir sem ekki hafa tækifæri á að fara út í kvöld geta fylgst með gegnum útvarp bæjarins.

Flugeldasýning björgunarsveitarinnar Ísólfs hófst að loknu áramótaávarpi bæjarstjóra og dundi bergmálið í fjöllunum í logninu að sögn fréttaritara.

mbl.is/Einar Bragi
mbl.is/Einar Bragi
mbl.is/Einar Bragi
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert