Blíðviðri á Seyðisfirði

mbl.is/Einar Bragi

Seyðfirðing­ar fjöl­menntu á ára­móta­brennu inn við Langa­tanga í kvöld. Brenn­an var stór og mik­il í kvöld og í blanka­logni stóðu log­arn­ir beint upp til him­ins. Mann­fólk var fjöl­mennt og að sögn frétta­rit­ara mbl.is hafa ör­ugg­lega læðst með Álfar og Álfa­dís­ir í myrkr­inu.

Bæj­ar­stjóri Seyðis­fjarðar flutti ára­móta­ávarp sitt fljót­lega eft­ir að kveikt hafði verið í brenn­unni. Útvarp Seyðis­fjörður sendi ávarpið út og nýtt ár verður hringt inn í beinni út­send­ingu Útvarps Seyðis­fjarðar frá Seyðis­fjarðar­kirkju.

Þeir sem ekki hafa tæki­færi á að fara út í kvöld geta fylgst með gegn­um út­varp bæj­ar­ins.

Flug­elda­sýn­ing björg­un­ar­sveit­ar­inn­ar Ísólfs hófst að loknu ára­móta­ávarpi bæj­ar­stjóra og dundi berg­málið í fjöll­un­um í logn­inu að sögn frétta­rit­ara.

mbl.is/​Ein­ar Bragi
mbl.is/​Ein­ar Bragi
mbl.is/​Ein­ar Bragi
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert