Börnin full af kvíða

Komum barna til skólahjúkrunarfræðinga í nýjustu hverfunum á höfuðborgarsvæðinu hefur fjölgað um allt að 100 prósent í september, október og nóvember miðað við sama tíma undanfarin tvö ár. Við samanburðinn var tekið tillit til fjölgunar barna í hverfunum.

Að meðaltali hefur komum grunnskólabarna til skólahjúkrunarfræðinga á höfuðborgarsvæðinu fjölgað um 35 prósent á tímabilinu.

„Þetta bendir til þess að meira hvíli á börnunum en áður. Þau bera jafnvel bara upp áhyggjur þegar þau koma en ekki eitthvað annað, eins og til dæmis skrámur,“ segir Þórunn Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

Hún segir að draga megi þá ályktun að vandamálin séu meiri í nýju hverfunum. „Fólk er kannski nýbúið að kaupa húsnæði þar og er í basli. Umræðan um kreppuna hefur áhrif á alla, ekki síst börnin.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka