Börnin full af kvíða

Kom­um barna til skóla­hjúkr­un­ar­fræðinga í nýj­ustu hverf­un­um á höfuðborg­ar­svæðinu hef­ur fjölgað um allt að 100 pró­sent í sept­em­ber, októ­ber og nóv­em­ber miðað við sama tíma und­an­far­in tvö ár. Við sam­an­b­urðinn var tekið til­lit til fjölg­un­ar barna í hverf­un­um.

Að meðaltali hef­ur kom­um grunn­skóla­barna til skóla­hjúkr­un­ar­fræðinga á höfuðborg­ar­svæðinu fjölgað um 35 pró­sent á tíma­bil­inu.

„Þetta bend­ir til þess að meira hvíli á börn­un­um en áður. Þau bera jafn­vel bara upp áhyggj­ur þegar þau koma en ekki eitt­hvað annað, eins og til dæm­is skrám­ur,“ seg­ir Þór­unn Ólafs­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri hjúkr­un­ar við Heilsu­gæslu höfuðborg­ar­svæðis­ins.

Hún seg­ir að draga megi þá álykt­un að vanda­mál­in séu meiri í nýju hverf­un­um. „Fólk er kannski ný­búið að kaupa hús­næði þar og er í basli. Umræðan um krepp­una hef­ur áhrif á alla, ekki síst börn­in.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert