Eitt sveitarfélag lækkar útsvar

mbl.is

Lög­um sam­kvæmt ákveður og aug­lýs­ir fjár­málaráðuneytið ár­lega staðgreiðslu­hlut­fall op­in­berra gjalda fyr­ir kom­andi ár, en það er sam­tala af tekju­skatt­hlut­falli og meðal­hlut­falli út­svars sam­kvæmt ákvörðunum sveit­ar­fé­laga. Ný­verið voru samþykkt á Alþingi lög um ráðstaf­an­ir í rík­is­fjár­mál­um í ljósi versn­andi af­komu hins op­in­bera vegna þess mikla sam­drátt­ar sem nú blas­ir við í ís­lensku efna­hags­lífi. Meðal þeirra ráðstaf­ana var hækk­un á tekju­skatt­hlut­falli ein­stak­linga úr 22,75% í 24,1% og á há­marks­hlut­falli út­svars úr 13,03% í 13,28%.

Á ár­inu 2009 verður tekju­skatt­hlut­fallið því 24,1% í stað 22,75% á yf­ir­stand­andi ári. Þá verður meðal­útsvar á ár­inu 2009 sam­kvæmt fyr­ir­liggj­andi ákvörðunum sveit­ar­fé­laga 13,1% en var 12,97%
á ár­inu 2008.

Staðgreiðslu­hlut­fall árs­ins 2009 verður sam­kvæmt því 37,2% í stað 35,72% á þessu ári og hækk­ar sam­kvæmt því um 1,48 pró­sentu­stig milli ára.

Sveit­ar­fé­lög­in geta ákveðið út­svar á bil­inu 11,24% til 13,28%. Af 78 sveit­ar­fé­lög­um leggja 54 þeirra á há­marks­út­svar, þar af nýt­ir eitt þeirra, Bol­ung­ar­vík­ur­kaupstaður, sér­stakt 10% álag sem þýðir að út­svars­hlut­fallið verður 14,61%.
Þrjú sveit­ar­fé­lög, Skorra­dals­hrepp­ur, Helga­fells­sveit og Ása­hrepp­ur, leggja á lág­marks­út­svar, 11,24%. Eitt sveit­ar­fé­lag, Fljóts­dals­hrepp­ur, hef­ur ákveðið að lækka út­svars­hlut­fallið frá því sem var á þessu ári, úr 13,03% í 12;00% en 58 munu hækka það.

Per­sónu­afslátt­ur hækk­ar
Á ár­inu 2009 verður per­sónu­afslátt­ur hvers ein­stak­lings 506.466 krón­ur, eða 42.205 krón­ur að meðaltali á mánuði í stað 34.034 króna, sbr. árið í ár. Hækk­un­in milli ára nem­ur sam­tals 24%.

Að sama skapi hækka skatt­leys­is­mörk um­tals­vert. Í dag eru skatt­leys­is­mörk­in liðlega 99 þúsund krón­ur á mánuði en verða 118 þúsund krón­ur á mánuði frá og með 1. janú­ar 2009 (að teknu til­liti til 4% líf­eyr­is­sjóðsiðgjalds). Hækk­un­in nem­ur 19,1%. Þetta þýðir svo dæmi sé tekið að skatt­greiðslur ein­stak­lings með 250 þúsund króna mánaðarlaun lækka um 4.600 krón­ur á mánuði eða tæp 2%.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert