Eldsvoði í Fannborg 1

Frá Fannborg 1 í nótt
Frá Fannborg 1 í nótt mbl.is/Július

Eldur kviknaði í íbúð að Fannborg 1 í Kópavogi á þriðja tímanum í nótt. Búið er að slökkva eldinn en ekki er vitað um eldsupptök. Er verið að flytja fólk út úr húsinu sem er tíu hæða fjölbýlishús. Allt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu er á staðnum ásamt lögreglu og Rauða krossinum.

Slökkviliðið notar körfubíla til þess að ná fólki út úr húsinu en búið er að ná fólki út af hæðinni sem kviknaði í og hæðunum fyrir ofan. Síðan eru hæðirnar fyrir neðan tæmdar og fólki safnað saman í tvo strætisvagna sem Rauði krossinn er með á staðnum. Þar fá íbúar upplýsingar um atvik mála og hver staðan sé og hlúð að þeim sem þurfa að aðhlynningu að halda.  Ekki er vitað um slys á fólki að svo stöddu.

Slökkviliðið á von á því að þegar reykræstingu er lokið þá geti flestir íbúar hússins snúið heim á ný. 

Slökkviliðið að aðstoða fólk við að komast út úr byggingunni
Slökkviliðið að aðstoða fólk við að komast út úr byggingunni mbl.is/Júlíus
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert