Eldsvoði í Fannborg 1

Frá Fannborg 1 í nótt
Frá Fannborg 1 í nótt mbl.is/Július

Eld­ur kviknaði í íbúð að Fann­borg 1 í Kópa­vogi á þriðja tím­an­um í nótt. Búið er að slökkva eld­inn en ekki er vitað um elds­upp­tök. Er verið að flytja fólk út úr hús­inu sem er tíu hæða fjöl­býl­is­hús. Allt lið slökkviliðsins á höfuðborg­ar­svæðinu er á staðnum ásamt lög­reglu og Rauða kross­in­um.

Slökkviliðið not­ar körfu­bíla til þess að ná fólki út úr hús­inu en búið er að ná fólki út af hæðinni sem kviknaði í og hæðunum fyr­ir ofan. Síðan eru hæðirn­ar fyr­ir neðan tæmd­ar og fólki safnað sam­an í tvo stræt­is­vagna sem Rauði kross­inn er með á staðnum. Þar fá íbú­ar upp­lýs­ing­ar um at­vik mála og hver staðan sé og hlúð að þeim sem þurfa að aðhlynn­ingu að halda.  Ekki er vitað um slys á fólki að svo stöddu.

Slökkviliðið á von á því að þegar reykræst­ingu er lokið þá geti flest­ir íbú­ar húss­ins snúið heim á ný. 

Slökkviliðið að aðstoða fólk við að komast út úr byggingunni
Slökkviliðið að aðstoða fólk við að kom­ast út úr bygg­ing­unni mbl.is/​Júlí­us
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert