Fólk slasað eftir mótmæli

mbl.is/Júlíus

„Hér sit­ur mitt starfs­fólk, tækni­fólk og aðrir, lemstrað og með glóðar­augu eft­ir mót­mæl­end­ur,“ sagði Sig­mund­ur Ern­ir Rún­ars­son, stjórn­andi Kryddsíld­ar­inn­ar á Stöð 2. Hætta varð út­send­ingu þátt­ar­ins eft­ir að mót­mæl­end­ur brenndu sund­ur kapla sem lágu frá Hót­el Borg út í út­send­ing­ar­bíl Stöðvar 2. Lög­regla hafði beitt piparúða á mót­mæl­end­ur og þurftu tug­ir mót­mæl­enda á aðhlynn­ingu að halda.

„Þetta er það óvenju­leg­asta sem ég hef séð á mín­um fjöl­miðlaferli og hef ég þó ým­is­legt séð. Einn gesta þátt­ar­ins kemst ekki hingað inn vegna aðgerða mót­mæl­enda og aðrir eru í nokk­urs kon­ar herkví hér inni,“ sagði Sig­mund­ur Ern­ir, skömmu eft­ir að hætta varð út­send­ingu vegna skemmda á tækja­búnaði.

„Það hafa verið unn­ar skemmd­ir á hús­næði Hót­els Borg­ar og líka á okk­ar tækja­búnaði. Þetta eru um­tals­verðar skemmd­ir. Verst er þó að mót­mæl­end­ur skuli hafa látið reiði sína bitna á tækni­fólk­inu, það get ég ekki skilið. Ég virði rétt fólks til að mót­mæla en þarna var farið langt yfir strikið,“ sagði Sig­mund­ur Ern­ir.

Sam­kvæmt hefðinni átti að til­kynna val á manni árs­ins í Kryddsíld­inni. Ekk­ert varð þó af því vegna mót­mæl­anna.

„Þeir stóðu hér sminkaðir og klár­ir í út­send­ingu, Snorri Steinn Guðjóns­son og Guðmund­ur Guðmunds­son, full­trú­ar manns árs­ins sem að okk­ar mati var karla­landsliðið í hand­bolta. Þeir eru vel að þeim titli komn­ir strák­arn­ir en form­leg­heit­in verða að bíða betri tíma,“ sagði Sig­mund­ur Ern­ir og bætti við að ekki væri loku fyr­ir það skotið að Kryddsíld­in yrði flutt ótrufluð á fyrstu dög­um nýs árs en þá í trygg­ara hús­næði.

mbl.is/​Júlí­us
mbl.is/​Júlí­us
mbl.is/​Júlí­us
Hlúð að mótmælendum.
Hlúð að mót­mæl­end­um. mbl.is/​Júlí­us
Mótmælendur og lögreglumenn í fordyri Hótels Borgar.
Mót­mæl­end­ur og lög­reglu­menn í for­dyri Hót­els Borg­ar. mbl.is/​Júlí­us
Mótmælendur og lögreglumenn í fordyri Hótel Borgar.
Mót­mæl­end­ur og lög­reglu­menn í for­dyri Hót­el Borg­ar. Morg­un­blaðið/​Júlí­us
mbl.is/​Júlí­us
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert