Gas Gas Gas á gamlársdag

00:00
00:00

Mót­mæl­end­ur saka lög­reglu um fá­dæma rudda­skap eft­ir að piparúði var notaður til að tvístra mót­mæl­end­um í and­dyri Hót­els Borg­ar. Sig­urþór Hall­björns­son ljós­mynd­ari seg­ir hóp fólks hafa kró­ast af um stund í and­dyri Hót­els Borg­ar eft­ir að lög­regl­an beitti piparúða. Fjöldi fólks þurfti að leita á slysa­deild, þar af einn lög­reglumaður.  

Mót­mæl­in voru friðsam­leg í byrj­un en þau stjórn­ar­ráðið þar sem fólkið hélt á lofti blys­um. Þar næst var gengið niður að Hót­el Borg þar sem út­send­ing­ar á Kryddsíld­inni voru að hefjast. Ein­hverj­ir úr röðum mót­mæl­enda klifruðu yfir girðingu sem girðir af portið fyr­ir aft­an til að kom­ast nær út­send­ing­unni. Eft­ir það breytt­ust mót­mæl­in nokkuð hratt úr friðsamri blys­för í harka­legri mót­mæli sem enduðu í átök­um við lög­reglu og starfs­fólk Stöðvar 2.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert