Kryddsíld lokið vegna skemmdarverka

Hlúð að mótmælendum.
Hlúð að mótmælendum. mbl.is/Júlíus

Þættinum Kryddsíld lauk skyndilega áðan. Skipt var yfir í auglýsingahlé en síðan kom upp skjámynd þar sem stóð að Kryddsíldinni væri lokið vegna skemmda á útsendingarbúnaði. 

Lögreglan beitti piparúða til að hrekja mótmælendur úr fordyri Hótels Borgar. Mikill hiti var í fólki og komst Geir H. Haarde forsætisráðherra ekki inn en hann var seinna á ferðinni en aðrir formenn stjórnmálaflokkanna þar sem hann var að taka upp áramótaávarp sitt.

Mótmælendur brenndu útsendingarsnúrur og unnu skemmdir á eigum Hótels Borgar. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar og utanríkisráðherra, sagðist efast um að þeir sem mótmæltu fyrir utan Hótel Borg væru fulltrúar íslensku þjóðarinnar. Hún sagðist gera skýran greinarmun á þessum mótmælum og friðsamlegum fjöldamótmælum á Austurvelli undanfarnar vikur.

Sjúkrabílar eru nú mættir við Austurvöll svo unnt sé að sinna þeim sem fengu piparúða í augun. Um tugur manns þarf á aðhlynningu að halda.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert