LRH fái efnahagsbrotin?

Nú er til skoðunar í dómsmálaráðuneytinu að færa efnahagsbrotadeildina og saksókn efnahagsbrota frá embætti ríkislögreglustjóra til embættis lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt heimildum Morgunblaðsins.

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra vildi ekki staðfesta þetta í gær en sagði allt skipulag rannsóknarlögreglu til skoðunar við endurskoðun lögreglulaga.

Skipunum í embætti sérstaks héraðssaksóknara hefur verið frestað út árið 2009 og því verður saksókn efnahagsbrota óbreytt í bili. Efnahagsbrotadeildinni hefur gengið ágætlega að ráða við þau mál sem inn á borð hennar hafa borist, miðað við starfsmannafjölda. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins hefur deildin þó ekki yfir að ráða nægilegum fjölda starfsmanna miðað við umfang verkefna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert