Umsókn í þjóðaratkvæði?

For­sæt­is­ráðherra tel­ur koma til greina að efna til þjóðar­at­kvæðagreiðslu um hvort ganga eigi til aðild­ar­viðræðna við Evr­ópu­sam­bandið, til þess að rík­is­stjórn­in hafi fyr­ir­fram skýrt umboð til þess. Tel­ur hann eðli­leg­ast að setja sér­stök lög um slíka at­kvæðagreiðslu strax í fe­brú­ar og ganga til þjóðar­at­kvæðis nokkr­um vik­um síðar.

Geir H. Haar­de, for­sæt­is­ráðherra og formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, set­ur þess­ar hug­mynd­ir fram í ára­móta­grein sinni í Morg­un­blaðinu í dag. Seg­ir hann að ef niðurstaðan yrði sú að ganga til aðild­ar­viðræðna þyrfti þegar að hefja und­ir­bún­ing þeirra með aðkomu allra stjórn­mála­flokka. Geir tel­ur sjálf­gefið að niður­stöður aðild­ar­viðræðna yrðu born­ar und­ir þjóðina í at­kvæðagreiðslu.

Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, ut­an­rík­is­ráðherra og formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, seg­ir í sinni ára­móta­grein að Sam­fylk­ing­in telji að hags­mun­um Íslend­inga sé best borgið í sam­starfi við aðrar Evr­ópuþjóðir inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins og von­ar að for­send­ur séu að skap­ast á stjórn­mála­sviðinu fyr­ir því að hægt verði að sækja um aðild á fyrri hluta næsta árs. „Það væri besta ára­móta­heit sem ís­lensk stjórn­völd gætu gefið þjóðinni,“ seg­ir hún.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert