Enginn lét lífið í sjóslysi árið 2008

Brim við Reynisdranga.
Brim við Reynisdranga. mbl.is/RAX

Nýliðið ár var einstakt að því leyti að enginn maður lét lífið í sjóslysi á íslenskum skipum, að því er fram kemur í tilkynningu frá Siglingastofnun Íslands. Þar segir að jafnvel sé hægt að leiða að því líkur að  árið 2008 hafi verið fyrsta árið frá landnámi án banaslysa á sjó.

Á síðustu öld fórust í sjóslysum og drukknuðu í sjó, ám og vötnum yfir 4.000 manns samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni. Á síðari hluta aldarinnar fór banaslysum á sjó mjög fækkandi miðað við það sem áður var og sú þróun hefur haldið það sem af er þessum áratug.

Fram kemur í tilkynningu frá Siglingastofnun að skýringar framfaranna séu margvíslegar. Skipakostur hafi batnað, öryggiskröfur til skipa hafi aukist en einnig hafi sjómönnum fækkað frá seinni hluta síðustu aldar. Undanfarin ár hafi vitund um mikilvægi fræðslu til sjómanna og slysavarna eflst en það sé ekki síst breytt hugarfar sjófarenda sem beri að þakka þessa ánægjulegu þróun.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert