Ráðist gegn Nornabúðinni

00:00
00:00

Blýlóðum var kastað inn um glugga á Norna­búðinni við Vest­ur­götu á ný­ársnótt og síðan aft­ur nótt­ina á eft­ir.  Eva Hauks­dótt­ir eig­andi versl­un­ar­inn­ar tel­ur skemmd­ar­verk­in tengj­ast þátt­töku henn­ar í mót­mæl­um að unda­förnu. Fyr­ir nokkr­um dög­um síðan var einnig brot­in rúða í sama húsi.

Yfir versl­un­inni er íbúðar­hús­næði en þar eru meðal ann­ars tvær íbúðir yfir aldraða. Íbúi í ann­arri þeirra sem vildi ekki láta nafns sins getið sagði ástandið í miðborg­inni öm­ur­legt. Í nótt hafi íbú­ar húss­ins vaknað við djöf­ul­gang og brot­hljóð og það hafi verið and­styggi­legt. Þá veki það enn meiri ótta ef þetta teng­ist mót­mæla­öld­unni í borg­inni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert