Ráðist gegn Nornabúðinni

Blýlóðum var kastað inn um glugga á Nornabúðinni við Vesturgötu á nýársnótt og síðan aftur nóttina á eftir.  Eva Hauksdóttir eigandi verslunarinnar telur skemmdarverkin tengjast þátttöku hennar í mótmælum að undaförnu. Fyrir nokkrum dögum síðan var einnig brotin rúða í sama húsi.

Yfir versluninni er íbúðarhúsnæði en þar eru meðal annars tvær íbúðir yfir aldraða. Íbúi í annarri þeirra sem vildi ekki láta nafns sins getið sagði ástandið í miðborginni ömurlegt. Í nótt hafi íbúar hússins vaknað við djöfulgang og brothljóð og það hafi verið andstyggilegt. Þá veki það enn meiri ótta ef þetta tengist mótmælaöldunni í borginni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert