Árið 2008 létust 12 manns í jafnmörgum umferðarslysum hér á landi. Tíðni banaslysa í umferðinni hefur ekki verið svona lág í langan tíma. Undanfarin 20 ár hafa 434 einstaklingar látið lífið í umferðinni, eða að meðaltali tæplega 22 á ári.
„Þetta er óneitanlega þróun í rétta átt en þó skal varað við því að meta árangur í umferðaröryggismálum eingöngu út frá þeim fjölda sem lætur lífið í umferðinni. Tölfræðin að baki fjölda látinna er það lág að ein og sér er hún ekki marktækur mælikvarði. Eitt slys getur hækkað hlutfallslegan fjölda látinna um tugi prósenta. Þróun og árangur umferðaröryggis verður að meta út frá samanlögðum fjölda látinna og alvarlega slasaðra en þær tölur liggja enn ekki fyrir.“