Taldi sér ógnað

Ólafur Klemensson hagfræðingur, kveðst ekki hafa ógnað mótmælendum á gamlársdag en á mynd af atburðunum við Hótel Borg sést Ólafur bregða hönd á loft. „Maður á mínum aldri stendur ekki í slagsmálum niðri í bæ. Ég var á göngu ásamt öðrum niðri í bæ og einhverra hluta vegna lentum við í þvögunni. Þegar við vorum næstum komnir út úr þvögunni var farið að ýta við okkur og slegið í bakið á mér,“ segir Ólafur.

Hann segir að hrópað hafi verið að þeim að hunskast burt. „Þeir hafa ekki talið okkur æskilega í þessum hópi. Það var augljóst að það var verið að ógna okkur og ég taldi að það yrði hjólað í okkur. Á tímabili var ég skíthræddur um að maður yrði undir þessu liði sem gerði sig til alls líklegt. Þetta voru bara eðileg viðbrögð. Ég snerist einfaldlega til varnar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka