Útgáfu Gluggans hætt

Ákveðið hefur verið að hætta útgáfu fréttablaðsins Gluggans. Blaðið hefur verið fríblað á Suðurlandi í rúm 5 ár og verið borið heim til allra Sunnlendinga. Blaðið hefur verið rekið með auglýsingatekjum en verulegur samdráttur hefur verið á þeim markaði frá haustmánuðum.

Reynt var að breyta blaðinu í áskriftarblað, en ekki tókst að ná nægilegum fjölda áskrifenda. Því er ljóst að reksturinn getur ekki gengið áfram.

Í tilkynningu frá ritstjóra þakkar starfsfólk Gluggans Sunnlendingum ánægjulega samfylgd í fimm ár og óskar þeim velfarnaðar í hverju því sem þeir taka sér að höndum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert