Útsölur hefjast á morgun

Flestir munu eflaust reyna að gera góð kaup þegar útsölutímabilið …
Flestir munu eflaust reyna að gera góð kaup þegar útsölutímabilið hefst af fullum krafti. mbl.is/G.Rúnar

Útsölur hefjast víða með formlegum hætti á morgun, 3. janúar. Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar, segir að auglýst útsölutímabil sé frá 3. janúar til 8. febrúar. Hann segir að verslanir í Kringlunni séu almennt opnar í dag, en einhverjar séu þó lokaðar vegna talninga.

Sigurjón Örn segir að verslunareigendur geti ráðið því hvenær þeir hefji útsölur innan ofangreinds tímabils. „En það er trúlega þorrinn sem hefur útsölu á morgun,“ segir hann.

Aðspurður segir hann verslunareigendur vera að undirbúa útsölur í dag og þá séu talninga í gangi víða. Sumir hafi því lokað, annað hvort tímabundið eða í allan dag.

Sigurjón Örn segir verslunareigendur í Kringlunni koma ágætlega undan jólum og að útsölurnar verði á svipuðum nótum og verið hefur undanfarin ár. „Ég held, svona almennt séð, að menn séu sáttir miðað við hvernig ástandið er,“ segir Sigurjón Örn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert