Ísland áfram í efstu deild þjóða

Verg landsframleiðsla hér verður um ellefu milljarðar evra eða um 35 þúsund evrur á mann á árinu 2009, samkvæmt útreikningum Samtaka atvinnulífsins (SA). Tekið var mið af spá Seðlabankans um landsframleiðslu og gengi krónunnar.

Landsframleiðslan í evrum á mann þessu ári verður meiri en hún var á árinu 2004 og aðeins minni en á árinu 2005. Séu lönd Evrópska efnahagssvæðisins (EES) borin saman fellur Ísland í 9. sæti þeirra úr 3. sæti á árunum 2006 og 2007. Rétt ofan við okkur eru Hollendingar, Finnar og Svíar. Næst á eftir okkur koma Austurríkismenn, Belgar, Frakkar, Þjóðverjar og Bretar. Verði gengi krónunnar gagnvart evru 170 krónur fer Ísland niður í 15. sæti EES-landa hvað varðar landsframleiðslu í evrum á mann og verður þá rétt fyrir neðan Breta og nálægt meðaltölum Evrópusambandslanda sem nota evru sem gjaldmiðil.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert