Kannabisræktun stöðvuð

Lögreglan hafði mikinn viðbúnað á vettvangi.
Lögreglan hafði mikinn viðbúnað á vettvangi. hag / Haraldur Guðjónsson

Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu stöðvaði rétt í þessu kanna­bis­rækt­un í Breiðholti. Rækt­un­in var í bíl­skúr við Stelks­hóla. Lög­regl­an vinn­ur nú að því að tæma skúr­inn og rann­saka vett­vang. Einn hef­ur verið hand­tek­inn. Karl­maður á þrítugs­aldri. Lög­regl­an varðist frek­ari frétta af mál­inu.

Sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is var nokk­urt magn af plönt­um inn í skúrn­um. Lög­regl­an rann­sak­ar nú hvort fleiri tengj­ast mál­inu.

Íbúar í fjöl­býl­is­hús­inu við Stelks­hóla þar sem rækt­un­in var sögðust ekki hafa orðið þess var­ir að kanna­bis­rækt­un færi fram í næsta ná­grenni. Eig­andi íbúðar beint fyr­ir ofan skúr­inn þar sem rækt­un­in fór fram sagðist í sam­tali við mbl.is stund­um hafa fundið sér­kenni­lega lykt úr skáp­um hjá sér en aldrei leitt hug­ann að því að hún gæti tengst kanna­bis­rækt­un.

Lögreglan var að störfum í Breiðholtinu þegar ljósmyndara mbl.is bar …
Lög­regl­an var að störf­um í Breiðholt­inu þegar ljós­mynd­ara mbl.is bar að garði. Mbl.is/​hag
Hér sést skúrinn þar sem ræktunin fór fram.
Hér sést skúr­inn þar sem rækt­un­in fór fram. hag / Har­ald­ur Guðjóns­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert