Með óbragð í munni

Marðarhundur. Feldur hans er vinsæl framleiðsluvara í Kína og víðar.
Marðarhundur. Feldur hans er vinsæl framleiðsluvara í Kína og víðar.

„Ég prédika ekki yfir fólki sem gengur í pelsum og sjálf nota ég leður en ég dreg mörkin við dýrafeldi framleidda í Kína,“ segir Hanna María Arnórsdóttir dýralæknir.

Þegar Hanna spurðist fyrir um úlpu sem hún vildi skila eftir jólin frá íslenska fyrirtækinu Cintamani, komst hún að því að í hettunni var feldur af marðarhundi, auk þess sem úlpan var saumuð í Kína.

„Kínverjar hafa engin dýraverndarlög og engin lög eru til um meðferð dýra sem notuð eru til iðnaðar,“ segir Hanna. Dýr sem alin séu til iðnaðar í Kína hljóti mjög slæma meðferð og að hending ráði hvort dýrin séu drepin áður en skinnið er flegið af skrokknum.

Hanna segir hvimleitt að íslenskt fyrirtæki velji að kaupa feldi frá Kína þegar hægt sé að kaupa sams konar skinn frá öðrum löndum sem styðjist við dýraverndunarlög.

„Cintamani sendi mér svar þar sem fram kom að farið væri að öllum reglum og það svar hefði e.t.v. róað leikmenn. Ég fékk úlpuna ekki endurgreidda, skinnið endaði á haugunum og jólagjöfin skildi eftir óbragð í munni,“ segir Hanna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert