Mótmælaróður hertur

Frá mótmælum á Austurvelli.
Frá mótmælum á Austurvelli. Guðmundur Rúnar

Þrettándi mótmælafundur Radda fólksins verður haldinn á Austurvelli klukkan 15 í dag. Sem fyrr er yfirskrift fundarins „Breiðfylking gegn ástandinu" og í tilkynningu frá samtökunum segir að „róðurinn verði hertur til muna á nýju ári.“ Forsvarsmenn Radda fólksins fóru á fund fjármálaráðherra í gær 2. janúar og kröfðu hann um tafarlausa afsögn.

Dagný Dimmblá, 8 ára skólastúlka er meðal mælenda á fundinum. Aðrir ræðumenn eru Halldóra Guðrún Íslefsdóttir, kennari og grafískur hönnuður og Einar Már Guðmundsson, rithöfundur. Fundarstjóri er Hörður Torfason.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka