Mótmælt á Austurvelli

Fjölmennt er á Austurvelli.
Fjölmennt er á Austurvelli. mbl.is

„Hér eru þúsund­ir manna,“Marg­ir eru sam­an­komn­ir á Aust­ur­velli til þess að mót­mæla. Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu áætl­ar að um 1.500 til 2.000 manns hafi verið á Aust­ur­velli. Þau hafa verið friðsöm fram að þessu. Mót­mæl­end­ur kröfðust þess að stjórn­mála­menn axli ábyrgð á hruni fjár­mála­kerf­is­ins. Allt fór friðsam­lega fram að sögn lög­reglu.

Ein­ar Már Guðmunds­son rit­höf­und­ur og Hall­dóra Guðrún Ísleifs­dótt­ir fluttu ræður við góðar und­ir­tekt­ir. Hörður Torfa­son, skipu­leggj­andi mót­mæl­anna, sagði mikla og góða stemmn­ingu hafa ríkt meðal viðstaddra. „Það er mik­il stemmn­ing og ég er viss um að hér eru þúsund­ir manna,“ sagði Hörður í sam­tali við mbl.is á Aust­ur­velli.

Einar Már Guðmundsson á Austurvelli.
Ein­ar Már Guðmunds­son á Aust­ur­velli. mbl.is
mbl.is/Ó​mar
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert