Mótmælt á Austurvelli

Fjölmennt er á Austurvelli.
Fjölmennt er á Austurvelli. mbl.is

„Hér eru þúsundir manna,“Margir eru samankomnir á Austurvelli til þess að mótmæla. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu áætlar að um 1.500 til 2.000 manns hafi verið á Austurvelli. Þau hafa verið friðsöm fram að þessu. Mótmælendur kröfðust þess að stjórnmálamenn axli ábyrgð á hruni fjármálakerfisins. Allt fór friðsamlega fram að sögn lögreglu.

Einar Már Guðmundsson rithöfundur og Halldóra Guðrún Ísleifsdóttir fluttu ræður við góðar undirtektir. Hörður Torfason, skipuleggjandi mótmælanna, sagði mikla og góða stemmningu hafa ríkt meðal viðstaddra. „Það er mikil stemmning og ég er viss um að hér eru þúsundir manna,“ sagði Hörður í samtali við mbl.is á Austurvelli.

Einar Már Guðmundsson á Austurvelli.
Einar Már Guðmundsson á Austurvelli. mbl.is
mbl.is/Ómar
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert