Rannsaka fjárfestingar sjóða

Skýrslum um bankanna þrjá, Kaupþing, Landsbankann og Glitni hefur verið …
Skýrslum um bankanna þrjá, Kaupþing, Landsbankann og Glitni hefur verið skilað til FME. mbl.is

Rann­sókn­ir Fjár­mála­eft­ir­lits­ins (FME) í kjöl­far falls bank­anna bein­ast meðal ann­ars að því að kanna viðskipti með verðbréf og markaðssetn­ingu og fjár­fest­ingu pen­inga­markaðssjóða sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá FME.

Rann­sókn­ir snúa enn frem­ur að öðrum þátt­um en end­ur­skoðun­ar­fy­ritæki sem rann­sakað hafa bank­anna skiluðu skýrsl­um sín­um til FME skömmu fyr­ir ára­mót. „Einnig hafa ut­anaðkom­andi sér­fræðing­ar [end­ur­skoðun­ar­fy­ritæki. innsk. blm.] skoðað ákveðna þætti sem snúa m.a. að innri regl­um bank­anna og lög­um og regl­um um fjár­mála­fyr­ir­tæki. Upp­lýs­ing­um vegna þess­ar­ar skoðunar hef­ur verið skilað til Fjár­mála­eft­ir­lits­ins. Fjár­mála­eft­ir­litið mun vinna frek­ar úr upp­lýs­ing­un­um og meta í kjöl­farið hvort til­efni sé til nán­ari rann­sókna eða beit­ingu úrræða,“ seg­ir í tölvu­bréfi frá FME við fyr­ir­spurn blaðamanns um efn­is­atriði skýrslna end­ur­skoðun­ar­fyr­ir­tækja um starf­semi bank­anna. Ekki var hægt að fá nán­ari upp­lýs­ing­ar um skýrsl­urn­ar þar sem rann­sókn á efn­is­atriðum þeirra er ekki lokið enn.

End­ur­skoðun­ar­fyr­ir­tækið Price Water­hou­se Coo­pers rann­sakaði Kaupþing, Deloitte Lands­bank­ann og Ernst&Young Glitni. Rann­sókn­in á Glitni var upp­haf­lega á hönd­um KPMG sem sagði sig frá rann­sókn­inni í des­em­ber.

Fyr­ir­tæk­in skiluðu skýrsl­um til FME skömmu fyr­ir ára­mót. Rann­sókn þeirra miðaði meðal ann­ars að því hvort brotið hafi verið gegn innri regl­um bank­anna og lög­um og regl­um um fjár­mála­fyr­ir­tæki.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert