Reksturinn afeitraður

Ýmis úrræði koma til skoðunar hjá bönkum vegna úrlausna fyrir fyrirtæki í rekstrarerfiðleikum. Við beitingu slíkra úrræða þarf oft að beita huglægu mati. Glitnir hefur riðið á vaðið og gefið út verklagsreglur sem starfsmenn bankans hafa til hliðsjónar. Reglurnar voru gefnar út í framhaldi af yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá byrjun desember um aðgerðir til að bæta rekstrarumhverfi fyrirtækja.

Fyrir liggur að stór hluti fyrirtækja í landinu er tæknilega gjaldþrota, þ.e. ef þau væru gerð upp núna myndu þau skila neikvæðu eigin fé. Í reglunum koma fram þau viðmið sem á að fylgja við mat á því hvaða úrræðum skuli beita ef fyrirtæki er í vandræðum. Hjá Kaupþingi og Landsbankanum hafa verið lögð drög að slíkum reglum en þau hafa ekki verið samþykkt, en fastlega er búist við að reglur bankanna muni grundvallast á sömu sjónarmiðum og reglur Glitnis, enda kom fram í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar að viðbrögð bankanna ættu að vera samræmd.

Eignir seldar eins fljótt og kostur er

Glitnir hyggst selja hlutafé sem hann kann hugsanlega að eignast í fyrirtækjum í óskyldum rekstri eins fljótt og kostur er og mun í þeim tilgangi leita eftir tilboðum á opinberan hátt. Bankarnir þrír hyggjast stofna sérstök félög utan um eignarhluti sína í fyrirtækjum í samræmi við lög um fjármálafyrirtæki. Hefur Glitnir tekið ákvörðun um stofnun fjárfestingarfélags, fasteignafélags og rekstrarfélags í þessum tilgangi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert