Skjálftahrina á Reykjanesi

Röð smærri skjálfta mældist á Reykjanesskaga við Krísuvík í nótt og hefur virkni haldist fram á morgun. Að sögn Veðurstofu eru slíkar hrinur algengar á svæðinu og hefur nokkuð borið á þeim undanfarið, ekki sé ástæða til að hafa áhyggjur af hrinunni að svo stöddu.

Stærri skjálftarnir hafa verið á bilinu 2-2,3 á Richter og verið á 2,1 til 13,7 km dýpi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert