Fresturinn að renna út

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

Indefence hópurinn, sem vill bæta ímynd Íslands vegna beitingar hryðjuverkalaganna og Icesave-deilunnar, óttast að íslensk stjórnvöld láti tækifærið til málshöfðunar gegn breska ríkinu sér úr greipum ganga en fresturinn til málshöfðunar rennur út núna á miðvikudag.

„Það er búið að vera ótrúlegt að fylgjast með framvindu mála. Við höfum hamast við að kanna mögulegar varnir Íslands vegna beitingar hryðjuverkalaganna í þrjá mánuði og það hefur komið aftur og aftur á daginn að íslenska stjórnkerfið virðist ekki hafa verið í stakk búið til þess að takast á við þetta. Það er eins og enginn þori að taka af skarið,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skipulagshagfræðingur.

Hann segir skilanefnd Kaupþings vera búna að fá fjárveitingu frá ríkinu til málshöfðunar. „Við höfum fengið þau svör að menn séu að hugsa um hvað gera eigi. Endanleg ákvörðun er sögð vera hjá ríkinu enda starfi skilanefnd í umboði þess.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert