Hellisheiði lokuð vegna slysa við Hveradali

Flug­hált er á Hell­is­heiði og í Þrengsl­um og hafa orðið fimm um­ferðaró­höpp á skömm­um tíma. Hell­is­heiði er lokuð vegna slys­anna. 

Jeppa­bif­reið fór út af veg­in­um við við skíðaskál­ann í Hvera­döl­um í dag og valt. Einn maður var í bíln­um og er hann tal­inn al­var­lega slasaður. Sjúkra­flutn­ingamaður sem kom að slys­inu þurfti að beita hjarta­hnoði að sögn sjón­ar­votta. Maður­inn var flutt­ur á slysa­deild.

Fáum mín­út­um áður fór önn­ur jeppa­bif­reið út af veg­in­um á svipuðum stað og valt. Þrír voru flutt­ir á slysa­deild en talið er að meiðsli þeirra séu minni­hátt­ar.

Þá fór bíll út af veg­in­um við Kamba­brún en ekki er vitað um meiðsli.

Bíll fór út af veg­in­um skammt frá Litlu kaffi­stof­unni. Ökumaður hlaut minni­hátt­ar meiðsl en fjar­lægja þurfti bíl­inn af slysstað með krana­bíl.

Loks fór jeppi með kerru út af veg­in­um við Lamba­fell í Þrengsl­um. Ekki urðu slys á fólki.

Lög­regl­an á Sel­fossi seg­ir að snögg­kólnað hafi um fjög­ur­leytið. Hita­stig hafi fallið úr þrem­ur til fjór­um gráðum, skollið á mik­il þoka og frosið við vegyf­ir­borðið. Gler­hálka hafi mynd­ast á ör­skots­stundu en vænt­an­lega megi rekja öll slys­in til þess­ara snöggu breyt­inga.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert