Bílaleigubíll, sem lenti í umferðaróhappi í umdæmi lögreglunnar á Hvolsvelli, reyndist vera ótryggður. Að sögn lögreglunnar kom í ljós við nánari athugun, að fleiri ökutæki voru ótryggð hjá bílaleigunni. Eru mál hennar nú til rannsóknar.
Alls voru fimm umferðaróhöpp tilkynnt í vikunni. Engin alvarleg slys urðu í þessum tilvikum.