Deilt um stjórnmálasamband við Ísrael

Utanríkismálanefnd Alþingis vill ekki álykta um að stjórnmálasambandi við ísraelsk stjórnvöld verði slitið láti þau ekki af hernaði sínum á Gaza.

Árni Páll Árnason varaformaður nefndarinnar sagði eftir fund hennar í morgun að það væri nokkurn veginn það óskynsamlegasta sem hægt væri að gera. Stjórnvöld hefðu fordæmt þessar aðgerðir með skýrum hætti en lykilatriði til að geta gert það væri að hafa samskiptaleiðirnar opnar

Steingrímur J Sigfússon,  þingmaður Vinstri grænna, óskaði eftir því að nefndin yrði kölluð saman til að fjalla um tillöguna en hún fékk ekki brautargengi. Utanríkismálnefnd vildi þó hafa málið áfram á dagskrá og leggja drög að tillögu til þingsályktunar síðar meir. Steingrímur segir vonbrigði að ekki hafi verið hljómgrunnur til að taka á málinu strax.

Hann segir jákvætt að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, hafi fordæmt aðgerðirnar en  það virðist þó miðað við yfirlýsingar annarra ráðherra fremur vera persónuleg skoðun hennar en að hún tali fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Það sé bagalegt að ríkisstjórnin sendi frá sér misvísandi skilaboð í málinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka