Eyjan biður bloggara að sýna ábyrgð

Vefsvæðið Eyj­an biður nú les­end­ur sína að bæta notk­un um­mæla­kerf­is um frétt­ir með því að nota alltaf rétt nafn og halda umræðum á svæðinu inn­an heil­brigðra marka.

„Umræðan má vera gagn­rýni, af­drátt­ar­laus og hvöss, en hún þarf að vera efn­is­leg og ekki verður liðið að sett­ar séu fram rang­ar staðhæf­ing­ar, dylgj­ur, ærumeiðandi um­mæli eða hót­an­ir," er haft eft­ir Guðmundi Magnús­syni, rit­stjóra og Jóni Garðari Hreiðars­syni, fram­kvæmda­stjóra, í frétt á vefn­um.

Fram kem­ur, að um­mæli við frétt­ir og blogg­færsl­ur á Eyj­unni hafi nokkr­um sinn­um að und­an­förnu  brotið gegn al­menn­um siðaregl­um op­in­berr­ar umræðu um þjóðfé­lags­mál. Þá sé dæmi um hót­an­ir í um­mæla­kerf­inu til at­hug­un­ar hjá lög­reglu. Seg­ir að Eyj­an telji það ekki vera hlut­verk sitt að vernda upp­lýs­ing­ar um fólk, sem noti vef­inn til að hafa í frammi al­var­leg­ar hót­an­ir, svo sem líf­láts­hót­an­ir, í garð sam­borg­ara sinna.

Þeir segja, að verði ekki hægt að starf­rækja um­mæla­kerfið á Eyj­unni án þess að það sé mis­notað sé óhjá­kvæmi­legt að taka upp nýtt skipu­lag og gera kröfu um ít­ar­leg­ar per­sónu­upp­lýs­ing­ar frá öll­um, sem leggja orð í belg á vefn­um. Eyj­an vilji hins veg­ar halda vett­vangi um­mæl­anna opn­um án þess að gera slík­ar kröf­ur og í því fel­ist mikið frelsi, sem krefj­ist ábyrg­ar þátt­töku les­enda.

Eyj­an.is

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert