Fréttablogg og nafnleynd

Ein­hvers mis­skiln­ings hef­ur gætt varðandi heim­ild blogg­not­enda til að blogga um frétt­ir sem skrifaðar eru á frétta­vef mbl.is. Hið rétta í mál­inu er það að þeir ein­ir geta bloggað um frétt­ir þar sem nafn og kennitala eru í sam­ræmi við upp­lýs­ing­ar Þjóðskrár.

All­ir skráðir not­end­ur blog.is þar sem slíkt mis­ræmi var til staðar, fengu send­an póst fyr­ir ára­mót­in þar sem þeim var bent á þessa breyt­ingu ásamt upp­lýs­ing­um um hvernig hægt væri að virkja rétt­ar upp­lýs­ing­ar. Þeir sem kjósa að virkja skrán­ingu sam­kvæmt Þjóðskrá skrá sig inn, fara í Stjórn­borð, smella í Still­ing­ar og í fram­haldi á tengil­inn Um höf­und. Á síðunni sem þá birt­ist er síðan hakað við nafn viðkom­andi eins og það er skráð í Þjóðskrá. Í fram­haldi er smellt á hnapp­inn Vista upp­lýs­ing­ar.

Rétt er að taka fram að skráðar höf­und­ar­upp­lýs­ing­ar á forsíðu blogg­ara breyt­ast ekki vegna þessa. Til að sjá nafn ábyrgðar­manns þarf að smella á smá­mynd­ina eða upp­lýs­ing­ar sem skráðar hafa verið um höf­und­inn. Í fram­haldi birist síða og neðst á henni eru upp­lýs­ing­ar um hver ábyrgðarmaður­inn sé sam­kvæmt Þjóðskrá.

Þeir sem kjósa að blogga nafn­laust geta áfram gert það án vand­kvæða. Þeir hafa hins veg­ar ekki aðgang að því að blogga um frétt­ir, og úr­drátt­ur úr þeirra blogg­um birt­ist ekki á forsíðu blog.is né öðrum síðum mbl.is.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert