Einhvers misskilnings hefur gætt varðandi heimild bloggnotenda til að blogga um fréttir sem skrifaðar eru á fréttavef mbl.is. Hið rétta í málinu er það að þeir einir geta bloggað um fréttir þar sem nafn og kennitala eru í samræmi við upplýsingar Þjóðskrár.
Allir skráðir notendur blog.is þar sem slíkt misræmi var til staðar, fengu sendan póst fyrir áramótin þar sem þeim var bent á þessa breytingu ásamt upplýsingum um hvernig hægt væri að virkja réttar upplýsingar. Þeir sem kjósa að virkja skráningu samkvæmt Þjóðskrá skrá sig inn, fara í Stjórnborð, smella í Stillingar og í framhaldi á tengilinn Um höfund. Á síðunni sem þá birtist er síðan hakað við nafn viðkomandi eins og það er skráð í Þjóðskrá. Í framhaldi er smellt á hnappinn Vista upplýsingar.
Rétt er að taka fram að skráðar höfundarupplýsingar á forsíðu bloggara breytast ekki vegna þessa. Til að sjá nafn ábyrgðarmanns þarf að smella á smámyndina eða upplýsingar sem skráðar hafa verið um höfundinn. Í framhaldi birist síða og neðst á henni eru upplýsingar um hver ábyrgðarmaðurinn sé samkvæmt Þjóðskrá.
Þeir sem kjósa að blogga nafnlaust geta áfram gert það án vandkvæða. Þeir hafa hins vegar ekki aðgang að því að blogga um fréttir, og úrdráttur úr þeirra bloggum birtist ekki á forsíðu blog.is né öðrum síðum mbl.is.