Fyrsta síldin til Eyja á þessu ári

Síldin er flokkuð og yfirfarin í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum.
Síldin er flokkuð og yfirfarin í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum. mbl.is/Sigurgeir

Kap VE-4 kom í dag með 600 tonn af síld til Vestmannaeyja. Sigurjón Gísli Jónsson, framleiðslustjóri Vinnslustöðvarinnar, segir aðbyrjað sé að flokka og yfirfara síldina, sem sé að hluta til sýkt líkt og var fyrir áramót. Hann segir að við fyrstu sýn virðist síldin vera heldur minna sýkt.

„Við höfum týnt úr sýkt flök og það kostar auðvitað aukinn mannskap, en það borgar sig. Það er það mikill munur á verði til manneldis eða til bræðslu,“ segir hann. 

Frá því fyrir jól hefur verið mikil síld við Eyjar. Meira að segja hefur síld verið á ytri höfninni og einnig innan hafnar, en það hefur ekki gerst í svona miklu magni frá 1958 og 1959 eða fyrir 50 árum.

Reynt er að týna ósýkta síld og vinna hana til …
Reynt er að týna ósýkta síld og vinna hana til manneldis. mbl.is/Sigurgeir
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert