Græna netið með efasemdir um Helguvíkursamning

Álversframkvæmdir við Helguvík.
Álversframkvæmdir við Helguvík. mbl.is/RAX

Stjórn Græna netsins lýsir miklum efasemdum og furðu vegna svokallaðs fjárfestingarsamnings sem iðnaðarráðherra hyggst „láta staðfesta" við álfélagið sem hyggur á rekstur við Helguvík. Þetta kemur fram í tilkynningu.
 
„Ætlunin virðist vera að veita álverinu sérstakan afslátt á sköttum og ýmsum gjöldum sem íslensk atvinnustarfsemi ber nú. Um gæti verið að ræða nokkra milljarða miðað við fordæmið sem vísað er til, álverið á Reyðarfirði, en sérfræðingar deila enn um þjóðhagslega arðsemi þeirra framkvæmda.
 
Ekki er í tengslum við samninginn upplýst hvaðan orka á að koma til álversins, sem nú er fyrirhugað miklu stærra en upphaflega var ráðgert. Þá er enn óljóst á hvaða forsendum stjórnvöld ætla að sækja til Evrópuyfirvalda um leyfi til þessa ríkisstyrks.
 
Það vekur undrun að ráðherrar og fjölmiðlar fjalla um samninginn án þess að hann sé lagður fram eða sagt frá helstu efnisatriðum hans. Það lýsir ekki mikilli virðingu við fyrirheit um opin vinnubrögð, gagnsæi og stjórnfestu.
 
Sé það krafa frá Sjálfstæðisflokknum að stjórnvöld efni til sérstakrar fyrirgreiðslu við Helguvíkuráformin  spyr stjórn Græna netsins hversu langt forystumenn Samfylkingarinnar hyggist ganga fyrir stjórnarsamstarf sem ekki nýtur trausts meðal þjóðarinnar. Við hvetjum ráðherra flokksins og þingmenn að leggja þegar í stað frá sér þetta afsláttarplagg og móta þess í stað skýrar áætlanir um uppbyggingu atvinnulífs sem hæfir Nýja Íslandi, á grundvelli grænnar orku, hugvits og skynsamlegrar nýtingar náttúruauðæfa."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert