Hægt að greiða vistun á frístundaheimili með frístundakorti

Frístundakortið
Frístundakortið

Á fundi borgarráðs í morgun var samþykkt að unnt verði að greiða fyrir frístundaheimili með frístundakortum. Þetta hefur verið baráttumál Vinstri grænna allt frá kosningum og gerir það að verkum að frístundakortið mun nýtast fleirum en áður, samkvæmt upplýsingum frá Svandísi Svavarsdóttur, borgarfulltrúa.

Bókun Vinstri grænna:

„Vinstri græn hafa allt kjörtímabilið lagt þunga áherslu á að foreldrar fái að nýta frístundakortin til að greiða fyrir frístundaheimili borgarinnar. Frístundaheimilin bjóða upp á afar fjölbreytt og faglegt æskulýðsstarf sem er skýr og góður valkostur fyrir börnin í borginni. Það er því mikið fagnaðarefni að samþykkt skuli hafa verið að frístundaheimilin verði fullgildur aðili að frístundakortinu."

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert