Kaupþing fer í mál gegn Bretum

Höfuðstöðvar Singer & Friedlander.
Höfuðstöðvar Singer & Friedlander.

Skilanefnd Kaupþings undirbýr nú málshöfðun fyrir breskum dómstóli, vegna þeirrar ákvörðunar breskra yfirvalda frá í haust að beita Kaupþing Singer & Friedlander greiðslustöðvun.

Fram kom í fréttum Útvarpsins að skilanefnd Landsbankans ætli hins vegar ekki að aðhafast að sinni, þótt frestur til að höfða mál til ógildingar á beitingu hryðjuverkalaga gegn bankanum renni út eftir tvo daga.

Haft var eftir Steinari Guðgeirssyni, formanni skilanefndar Kaupþings, að vinni Kaupþing málið gegn Bretum sé ætlunin að fara í skaðabótamál vegna aðgerðanna.

Haft var eftir Pétri Erni Sverrissyni, lögmanni skilanefndar Landsbankans, að nefndin geti höfðað skaðabótamál þegar fram líður þótt frestur til að höfða mál til að ógilda hryðjuverkalögin líði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka