Með fulla bíla af kjöti

Hella.
Hella. www.mats.is

Tilkynnt var um mannaferðir við Sláturhúsið á Hellu aðfaranótt laugardags og  stuttu síðar sáust tveir bílar á ferð vestur frá Hellu.  Lögreglan á Selfossi stöðvaði bílana skömmu síðar og reyndist mikið magn af kjöti vera í þeim. Þá voru ökumenn beggja bílanna undir áhrifum fíkniefna.

Þetta er fjórða innbrotið í sláturhúsið frá því í ágúst s.l. og leikur grunur á að sömu menn kunni að hafa verið að verki í öll skiptin. Lögreglan á Hvolsvelli sér um rannsókn málsins.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka