Óvíst um sjón eftir flugeldafikt

Flugeldafikt getur endað með stórslysi
Flugeldafikt getur endað með stórslysi

Fimmtán ára drengur liggur stórskaddaður á barnadeild Hringsins eftir flugeldaslys. Var drengurinn að fikta með skoteldapúður úr skotköku sem nefnist Víti og sprakk hún í höndunum á honum þann 30. desember sl. Drengurinn er með alvarlegan augnskaða á báðum augum og tvísýnt hvort hann haldi sjóninni.

Samkvæmt upplýsingum frá lækni á barnadeild Hringsins er ljóst að sjón piltsins verður aldrei jafngóð og fyrir slysið. Hann hefur legið inni síðan slysið varð og líklegt að hann muni þurfa að liggja inni á spítala í að minnsta kosti eina til tvær vikur til viðbótar, bæði vegna augnskaðans og  bruna í andliti.
 
Fleiri slys, en þó öll minniháttar, hafa orðið vegna fikts með sömu skoteldatertutegund, samkvæmt upplýsingum frá Slysadeild Landspítala. Þá hafa einnig orðið slys í tengslum við notkun annarra skotelda.

Að sögn Eydísar Ólafsdóttur, augnlæknis á Landspítalanum, er það nánast undantekningarlaust að ungmenni, yfirleitt piltar, komi á spítalann með áverka eftir flugelda um áramót. Þó nokkrir hafi komið nú í kringum áramótin og mátti litlu muna með sjón þrettán ára gamals pilts sem einnig hafði verið að fikta með skotelda.

Eydís segir að unglingarnir taki úr Vítis-tertunum kínverja sem þau skjóta síðan upp. Vill hún vara foreldra og unglinga við þessu enda skelfileg brunasár sem geta myndast vegna púðursins í tertunum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert