Óvíst um sjón eftir flugeldafikt

Flugeldafikt getur endað með stórslysi
Flugeldafikt getur endað með stórslysi

Fimmtán ára dreng­ur ligg­ur stór­skaddaður á barna­deild Hrings­ins eft­ir flug­elda­slys. Var dreng­ur­inn að fikta með skotelda­púður úr skot­köku sem nefn­ist Víti og sprakk hún í hönd­un­um á hon­um þann 30. des­em­ber sl. Dreng­ur­inn er með al­var­leg­an augnskaða á báðum aug­um og tví­sýnt hvort hann haldi sjón­inni.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá lækni á barna­deild Hrings­ins er ljóst að sjón pilts­ins verður aldrei jafn­góð og fyr­ir slysið. Hann hef­ur legið inni síðan slysið varð og lík­legt að hann muni þurfa að liggja inni á spít­ala í að minnsta kosti eina til tvær vik­ur til viðbót­ar, bæði vegna augnskaðans og  bruna í and­liti.
 
Fleiri slys, en þó öll minni­hátt­ar, hafa orðið vegna fikts með sömu skotelda­tertu­teg­und, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Slysa­deild Land­spít­ala. Þá hafa einnig orðið slys í tengsl­um við notk­un annarra skotelda.

Að sögn Ey­dís­ar Ólafs­dótt­ur, augn­lækn­is á Land­spít­al­an­um, er það nán­ast und­an­tekn­ing­ar­laust að ung­menni, yf­ir­leitt pilt­ar, komi á spít­al­ann með áverka eft­ir flug­elda um ára­mót. Þó nokkr­ir hafi komið nú í kring­um ára­mót­in og mátti litlu muna með sjón þrett­án ára gam­als pilts sem einnig hafði verið að fikta með skotelda.

Ey­dís seg­ir að ung­ling­arn­ir taki úr Vít­is-tert­un­um kín­verja sem þau skjóta síðan upp. Vill hún vara for­eldra og ung­linga við þessu enda skelfi­leg bruna­sár sem geta mynd­ast vegna púðurs­ins í tert­un­um. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert